Afgreiðsla pantana

Hvernig er hægt að panta í vefversluninni?

Að panta vörur í versluninni er mjög fljótlegt og einfalt.
Þú getur skoðað og sett í körfu eins og þér hentar.
Það sem þú setur í “körfuna” geymist þar til þú annað hvort eyðir því út eða kaupir það.
Þegar þú verslar í fyrsta skiptið stofnast notandi fyrir þig í versluninni sem þú getur svo notað í framtíðinni.

Til þess að kaupa vöru velur þú “Ganga frá pöntun”.
Afgreiðsluferlið er afar einfalt og skiptist í 3 liði.

1) Upplýsingar um flutning
Hér velur þú hvort þú viljir flytja vöruna með pósti eða sækja hana til okkar í verslunina að Borgarholtsbraut 20, Kópavogi.

2) Upplýsingar um greiðslu
Hér velur þú hvernig þú kýst að greiða fyrir vöruna: Kreditkort, millfærsla eða póstkrafa.

3) Staðfesting pöntunar
Að lokum lest þú yfir pöntunina og staðfestir að allt sé eins og það á að vera. Þegar þú hefur staðfest fáum við pöntunina þína og hefjumst handa við að afgreiða hana.

Varðandi sendingarkostnað:
Sendingarkostnaður er breytilegur og greiðist af viðtakanda.
Sendingargjald miðast við gjaldskrá Íslandspósts á hverjum tíma. Póstkröfugjald bætist við nema greitt sé með kreditkorti eða millfært sem er ódýrari og fljótlegri kostur. Sé varan brothætt bætast 350 kr við sendingarkostnað og 540 kr fyrir rúmfreka böggla. Sé óskað heimsendingar rukkar Íslandspóstur fyrir það aukalega. Bögglar berast almennt næsta virka dag frá sendingardegi. Heimsendir bögglar eru almennt bornir út milli 17 og 22 en til fyrirtækja milli 9 og 17.

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar varðandi verslunarferlið þá getur þú haft samband við okkur í síma 581-1191.