Ammonia Alert™
Ammonia Alert™ er frumleg leið til að mæla og fylgjast með eitruðu óbundnu ammoníaki. Nemi á mælinum breytist fram og aftur úr gulu í grænt eða blátt, allt eftir magni ammoníaks í vatninu. Ekki er þörf á neinni viðbót við mælinn eða sérstökum mæliaðferðum. Ammonia Alert™ greinir allt niður í 0,05 mg/l af óbundnu ammoníaki og vísar þér á þennan helsta skaðvald fiska, löngu áður en fiskarnir sýna merki álags eða veikinda. Mælirinn endist í meira en ár og á nota í bæði ferskvatns- og sjávarbúr.
Ef ekkert óbundið ammoníak er í vatninu er neminn gulleitur eða daufgulgrænn á lit. Það er eðlilegt að neminn sé grænleitur þegar hann er þurr. Það getur tekið nokkra daga fyrir nemann að aðlagast búrvatninu. Það þarf ekki að taka vatnssýni eða framkvæma önnur próf. Neminn símælir vatnið og viðbragðstíminn við hækkun óbundins ammóníaks er um 15 mínútur. Hann er hins vegar lengur að breyta um lit þegar magn óbundins ammóníaks lækkar - það tekur um 4 klst fyrir nemann að fara úr TOXIC í SAFE.
Ammonia Alert™ endist meira en 9 sinnum lengur en sambærilegar vörur (meira en ár samaborið við 4-6 vikur). Þá er mælirinn helmingi smærri en aðrir mælar. Hann er lítill, greinilegur og lítt áberandi þannig að hann spillir ekki útsýninu!
Notkunarleiðbeiningar: 0,02 mg/L af óbundnu ammóníaki sýnir litarbreytingu á nemanum (verður grænleitur). Þetta samsvarar 0,25 mg/L í heildar ammóníaksmagni (bæði jónað og óbundið ammóníak) í sjó við pH 8,3. Í ferskvatni við pH 7,0 samsvarar þetta 3,6 mg/L í heildar ammóníaksmagni. Óbundið ammóníak er miklu eitraðra en jónað ammóníak. Fyrir óbundið ammóníak sýnir ALERT skífan lit við 0,05 mg/L, ALARM við 0,2 mg/L og TOXIC við 0,5 mg/L. Fiskar þola ALERT (Á VERÐI) styrkleikann í nokkra daga, ALARM (HÆTTA) í 1-2 daga en TOXIC (EITRAÐ) mjög stutt. Ekki er mælst til þess að nota þessa vöru í súru vatni.
Meðhöndlun: mælirinn þarfnast engrar umönnunar nema að fjarlægja þörunga sem kunna að setjast á hann með hreinum, mjúkum klút. Ekki nota klór, þrifefni, sápu eða grófa klúta til að þrífa nemann. Forðast ber að snerta hann með fingrum þar eð húðolíur geta skemmt hann. Sum litarefni í lyfjum geta aflitað nemann. Neminn verður nákvæmari með aldri að því tilskyldu að hann sé ekki látinn þorna og er hafður í vatni. Hann skemmist þó ekki þótt hann þorni. Til að fá nákvæmasta lesningu er best að skoða nemann í dagsbirtu eða sambærilegu ljósi. Rauðleitar perur draga úr grænum og bláum lit og þar með næmi nemans. Hægt er að meta næmi nemans með því að halda honum stuttlega yfir opinni bleikiklórsflösku. Þá koma réttir litir fljótt fram.
No action required
Tolerated for 3-5 days. Monitor and consider a water change soon.
Tolerated for 1-3 days. Perform a water change soon.
Perform water change or treat with AmGuard™ for emergency ammonia removal
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|