Blue Ring-necked Parakeet (Bláma) – SELD!
Blái hringhálsinn (Psittacula krameri) nýtur mikilla vinsælda, enda litfagur og bráðgreindur miðfugl. Hann hefur heilmikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er húsbóndahollur fugl sem þarf að halda í góðri þjálfun. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávær köll ef honum er ekki kennt að tala. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Fæst í nokkrum litarafbrigðum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/ring-necked_parakeet.html
Hún Bláma er fædd sumarið 2012 hjá F&F á Íslandi. Hún fæddist nokkuð innskeif en kemst allra ferða sinna um búrið sitt og á gólfum. Hún getur sest á prikum yfirleitt vandræðalaust. Bláma er góð og gæf þegar hún er komin út úr búri og haldið er um hana. Hún bítur yfirleitt ekki en er oft taugaveikluð þegar er reynt að taka hana úr búri. Bláma er til sölu vegna ofnæmis og þarfnast gott varanlegt heimili þar sem hún fær mikla athygli af vanri fuglamanneskju. Hún hefur ekki verið kyngreind en er sennilega kvenfugl.
Stærð: 40 cm.
Lífaldur: 50 ár.
Framboð: 8 mánaða kvenfugl.
Verð: 35.000 kr.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|