Heimur spendýranna – UPPSELT!
Sjaldgæft er að sjónvarpsþættir hljóti jafnalmennt lof og þættir Davids Attenborough um Heim spendýranna, enda er sú veröld ótrúlega fjölbreytileg og tegundirnar rúmlega 4500 talsins. Spendýrin eru flest hærð og þau næra unga sína á mjólk, en eru annars fjölskrúðugri að lit og sköpulagi en nokkur annar flokkur dýra. Stærsta spendýrið er steypireyðurin, sem er helmingi stærri en stærsta risaeðlan var, en smæsta spendýrið er dvergsnjáldran sem er svo smágerð að hún á fullt í fangi með að ráða niðurlögum bjöllu. Í þessari glæsilegu bók er gerð grein fyrir þessum spennandi dýrum á einstaklega aðlaðandi hátt og bókin er prýdd fjölmörgum litmyndum. Höfundurinn, David Attenborough, segir í formála sínum: "Vegna skyldleikans við önnur spendýr eigum við auðvelt með að setja okkur í spor þeirra. Við horfum af skilningi á kúna sem hefur nýborinn kálf á spena, karlljónið sem hreykir sér letilega yfir ljónynjunum sínum, simpansana sem snyrta hver annan og meira að segja hvalinn sem sendir öðrum hvölum merki um óravíðáttur hafdjúpanna. Þetta er satt að segja svo auðvelt að okkur hættir til að halda að við skiljum önnur spendýr betur en við gerum í raun og veru. Markmið þessarar bókar er að kanna þau rök og þá þróun sem mótað hefur líkamsgerð spendýra síðustu hundrað milljón árin og efla þannig þennan eðlislæga skilning. Með því getum við áttað okkur á ótrúlegri hæfni og fjölbreytileika spendýranna, margslungnustu og fjölbreyttustu dýra á jarðríki."
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|