Hundabókin
9.590 kr.
Hundabókin - Alfræði í máli og myndum
Hundabókin geymir hafsjó af fróðleik í máli og myndum um allflestar hundategundir í heiminum. Fjallað er um sögu og uppruna hunda, líkamsbyggingu, ræktun, tegundahópa og val á hundum. Sérstakur kafli er um hunda og hundahald á Íslandi. Bókin er unnin í samráði við fjölda sérfróðra aðila hérlendis og hefur verið kappkostað að aðlaga bókina íslenskum aðstæðum.
· Aðgengileg og ríkulega myndskreytt umfjöllun um 234 hundategundir þar sem meðal annars er fjallað um uppruna, sögu, sérkenni, lundarfar og umönnun.
· Þarfir hundsins fyrir hreyfingu, næringu, feldhirðu og húsnæði settar fram á myndrænan hátt.
· Stuttar og hnitmiðaðar lýsingar á 80 sjaldgæfum tegundum.
· Handhægar upplýsingar um hundahald á Íslandi.
· Myndskreyttar útskýringar á ýmsum sérfræðihugtökum í hundarækt.
Hundabókin er ómissandi fyrir alla hundaeigendur og þá fjölmörgu sem áhuga hafa á hundum og hundarækt.
Útgefandi: Almenna bókafélagið
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|