Lil´Alert Mates™ – Fred Snapper – UPPSELT!
Lil´Alert Mates™ er ný viðbót við Ammonia Alert™ mælisettin. Þau virka eins en höfða til hins unga búreiganda. Hægt er að fá þrjú sett: Barry Cuda, Fred Snapper og Ruby Barb.
Lil' Alert Mates™ er frumleg leið til að mæla og fylgjast með eitruðu óbundnu ammoníaki. Nemi á mælinum breytist fram og aftur úr gulu í grænt eða blátt, allt eftir magni ammoníaks í vatninu. Ekki er þörf á neinni viðbót við mælinn eða sérstökum mæliaðferðum. Lil' Alert Mates™ greinir allt niður í 0,05 mg/l af óbundnu ammoníaki og vísar þér á þennan helsta skaðvald fiska, löngu áður en fiskarnir sýna merki álags eða veikinda. Mælirinn endist í meira en ár og á nota í bæði ferskvatns- og sjávarbúr.
Ef ekkert óbundið ammoníak er í vatninu er neminn gulleitur eða daufgulgrænn á lit. Það er eðlilegt að neminn sé grænleitur þegar hann er þurr. Það getur tekið nokkra daga fyrir nemann að aðlagast búrvatninu. Það þarf ekki að taka vatnssýni eða framkvæma önnur próf. Neminn símælir vatnið og viðbragðstíminn við hækkun óbundins ammóníaks er um 15 mínútur. Hann er hins vegar lengur að breyta um lit þegar magn óbundins ammóníaks lækkar - það tekur um 4 klst fyrir nemann að fara úr TOXIC í SAFE.
Lil' Alert Mates™ endist meira en 9 sinnum lengur en sambærilegar vörur. Þá er mælirinn næstum helmingi smærri en aðrir mælar. Hann er lítill, greinilegur og lítt áberandi þannig að hann spillir ekki útsýninu! Og þá kemur Lil' Alert Mates™ í þrem útfærslum fyrir börnin!
Notkunarleiðbeiningar: 1. Fjarlægðu hlífðarspjaldið af gula nemanum. 2. Límdu spjaldið innan í fiskakúluna eða fiskabúrið. Passaðu að snerta ekki gula nemann. 3. Fylgstu daglega með nemanum til að hafa augu með heilsu fiskanna. Ef neminn breytir um lit er það merki um að þetta hættulega ammóníak sé að safnast upp. Gult = allt er í lagi. Grænt = þarf að fara að skipta um vatn. Blátt = þarf skipta strax um vatn eða setja Prime út í til að fjarlægja ammóníakið.
Afgreiðslutími: til á lager!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|