Live Tigger-Pods™ 180ml
Í Tigger-Pods™ eru lifandi svifdýr af tegundinni Tigriopus califoricus (stærð 250-1700 míkron) í næringarlausn. Svifdýrin eru nokkuð stór og rauð og synda upp á við í rykkjum sem dregur að svanga fiska og hryggleysingja. Tigger-Pods má geyma um hríð í kæli við 2-4°C, en við lágt hitastig leggjast Copepod-svifdýrin í dvala og þurfa litla næringu og súrefni. Ef ætlunin er að geyma þau lengi þarf að hleypa súrefni í brúsann reglulega. Hægt er að geyma þá á köldum stað í opnum brúsa en þá þarf að næra þá með því að gefa 3 dropa af Phyto-Feast™ svifþörungaþykkni á 2-3 daga fresti. Tigger-Pods™ eru næringarríkt fóður fyrir harðkóralla, fiska og aðra svifdýraætur í kórallabúrum. Þar sem þetta eru lifandi svifdýr geta þau tekið sér bólfestu í kórallagrjóti og sumpum og fjölgað sér og orðið hluti af lífríki búrsins, búrbúum til ómældrar ánægju! Allar líkur eru hins vegar á að þau verða étin up til agna, og því má geyma þau í refugium búri eða í sér ræktunarbúri.
Tilvalið fyrir mandarin fiska, sænálar og sæhesta!

Tigriopus californicus
Magn: 180 ml
Geymist í kæli við 2-4°C. Endingartími er 3-4 vikur. Mun lengur ef fóðruð.
Sérpöntunarvara - 2-4 vikur
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|