Matrix™ 4L
Matrix™ er afar gljúpt lífefni sem fjarlægir köfnunarefnissambönd með skilvirkri lífrænni síun. Þetta eru holóttir ólífrænir kögglar u.þ.b. 15 mm í þvermál. Í hverjum lítra af Matrix™ er jafnmikill flötur (16 m2) og í 40 kg af plastkúlum. Eingöngu ytra byrði plastefna (bíókúlna) nýtist en sökum þess hve gljúpt Matrix™ er, nýtist bæði innra og ytra byrði þess. Heppileg holustærð efnisins auðveldar bæði nítrandi og nítrateyðandi bakteríum að setjast þar að. Þetta gerir það að verkum að Matrix™, ólíkt öðrum lífrænum síum, fjarlægir nítrat ásamt ammóníaki og nítríti á sama tíma í einu ferli. Síuefnið hvarfast ekki, brotnar ekki niður og þarf ekki að endurnýja. Matrix™ má skola hvenær sem þörf krefur án þess að það skaði efnið, enda bakteríuflóran mestmegnis innbyrðis. Matrix™ má nota í öllum gerðum hreinsibúnaðar, hvort heldur í blautsíum eða þurrsíum (wet and dry) bæði í sjávar og ferskvatnsbúrum.
Gljupt yfirborð Matrix™ Holugöng Matrix™ Bakteríur inni í Matrix™
Magn: 4 L (dugar í (1.600 lítra)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|