Mature Bird Care
Bæði gáfur og félagslyndi páfagauka hafa gert þá að virtum meðlimum í
fjölskyldum víðs vegar um heiminn. Því miður geta þessi dásamlegu dýr,
án réttrar umgengi bitið ansi fast, eyðilagt húsgögn og haft mjög hátt.
Margir duglegir fuglaeigendur sem fá unga fugla, átta sig ekki á því að
þegar fuglinn eldist getur hegðunin breyst. Ef þú hefur átt páfagauk í
langan tíma og hefur misst áhugann eða tengslin við hann gæti þessi bók
hjálpað þér að endurvekja gott samband á milli ykkar. Ef þú ert að
leita þér að fugli gæti bókin fengið þig til að hugsa um að ætleiða
frekar eldri fugl í leit að heimili. Meðal efnis er almenn umönnun,
hvers má vænta af eldri fugli, mikilvægi andlegrar heilsu og vandamál
eins og fjaðraplokk, öskur, bit o.fl.
Bls: 64
Bókin er á ensku.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|