Poop-Scoop umhverfisvæni kúkapokinn – UPPSELT!
Umhverfisvæni kúkapokinn er handhægur í notkun og eyðist hratt í náttúrunni ólíkt hinum hefðbundnu plastpokum.
Andstæðingar hundahalds í borgum hafa notað það gegn hundaeigendum að þeir taki ekki upp saur eða noti mikið af óumhverfisvænum plastpokum. Poop-Scoop kveður niður allar gagnrýnis raddir hvað það varðar og er þar að auki ótrúlega sterkur og rifnar ekki þó hann sé gegnblautur. Einnig má geta þess að hreinlæti er aukið þar sem aldrei þarf að snerta óhreinindi vegna einstakrar hönnunnar pokans (sjá skýringamynd) og jafnvel má nota hann oftar en einu sinni í gönguferðinni.
Brotinn saman er pokinn c.a. 15 x 10,5 cm og passar ágætlega í veskið, vasann eða hanskahólfið.
Í hverjum pakka eru 10 pokar.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|