Primo 110 LED Aquarium – Black
Primo 110 Aquarium er vandað og þægilegt byrjendabúr frá Juwel. Búrið stendur á traustri öryggisgrind og sameinar þýsk gæði og fágun í útliti. Búrið myndar fullkominn ramma utan um hvaða fiska sem er. Búrið er með NovoLux LED 110 White lýsingu sem eyðir aðeins 10,5W. Hægt er að bæta við fleiri ljósaeiningum (samtals 3) undir lokinu til að fá hámarkslýsingu fyrir plöntur sé þess þörf. Búrinu fylgir afkastmikil hreinsidæla af gerðinni BioFlow Super búin Eccoflow 500 dælu og filterefnum. Notar aðeins 5,5W. AquaHeat 100W hitari er í dælulassanum. ATH. skápur seldur sér.
Rúmmál: 110 lítrar
Mál: 81x36x45 cm.
Þyngd: 20,5kg
Litur: svart
Lýsing: 10,5W 680mm NovoLux LED 80 White - 6500K
Afgreiðslutími: til á lager!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 20.00 kg |
---|