Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda í vefverslun Furðufugla og fylgifiska.

Furðufuglar og fylgifiskar taka enga ábyrgð á gömlum eða röngum upplýsingum. Það nær einnig yfir verð, tæknilegar upplýsingar og lýsingar á vörum. Furðufuglar og fylgifiskar áskilja sér rétt til að afgreiða ekki pantanir af ótilgreindum ástæðum t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Furðufuglar og fylgifiskar áskilja sér rétt til að breyta öllum upplýsingum í netversluninni fyrirvaralaust og eru þar meðtaldar verðupplýsingar og vöruúrval. Áskilinn er réttur til að fá allar pantanir staðfestar símleiðis.

Afhending vara og greiðsla.
Furðufuglar og fylgifiskar sendir hvert á land sem er gegn því að kaupandi greiði sjálfur allan sendingarkostnað. Vörur eru sendar í póstkröfu með Íslandspósti og gilda reglur Íslandspósts um afhendingar, ábyrgðar- og flutningsskilmála um afhendingu. Kostnaður miðast við verðskrá Íslandspóst um sendingar á pökkum innanlands en hún er misjöfn eftir landshlutum.
Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur borist. Furðufuglar og fylgifiskar bera enga ábyrgð á tjóni á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni í sendingu frá Furðufuglum og fylgifiskum er tjónið því á ábyrgð kaupanda.

Skipti eða skil á vöru.
Öllum óskemmdum vörum úr vefverslun Furðufugla og fylgifiska fylgir 7 daga skilafrestur (frestur byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda). En hafi varan skemmst eftir sendingu frá Furðufuglum og fylgifiskum áskilur verslunin sér rétt til að neita endurgreiðslu. Ef skila á vöru má ekki rjúfa innsiglið. Vara verður að vera óskemmd og í óuppteknum, upprunalegum umbúðum. Standist vara skoðun starfsmanns Furðufugla og fylgifiska verður hún endurgreidd innan 30 daga frá viðtöku.

Ábyrgð.
Ekki fylgir söluvörum vefverslunarinnar ábyrgð nema sú sem kemur beint frá framleiðanda.

Takmarkanir á ábyrgð.
Furðufuglar og fylgifiskar ábyrgjast ekki að allar upplýsingar á vef verslunarinnar séu réttar eða réttilega uppfærðar. Birgðastaða og verð geta breyst án fyrirvara og eru því ekki skuldbindandi. Hvers kyns tjón sem hlýst af notkun verslunarinnar er á ábyrgð kaupanda svo sem missir gagna eða skemmdir á gögnum, missir hagnaðar eða tekna svo dæmi séu tekin.

Trúnaður.
Furðufuglar og fylgifiskar heita kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Furðufugla og fylgifiska kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.