Timneh African Grey (Mózart) – SELDUR!

200.000 kr.

Timneh grápáfinn (Psittacus erithacus timneh) nýtur mikilla vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Hann er minni en Kongó grápáfinn en jafnklár. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti.

Mózart er 9 ára gamall handmataður, íslenskur TAG. Mózart er glaðvær ókyngreindur karlfugl. Hann talar nokkuð og kann ýmis "tricks"! Hann hefur verið í blómabúð í Kópavogi síðustu ár og kann voða vel við sig uppi á búrinu sínu að fylgjast með umferð fóks um svæðið. Hrifnari af körlum en konum. Mózart er fínn í fiðri og hefur verið á kornfóðri. Honum fylgir blágrænleitt pallabúr frá Líba. Til sölu vegna breyttra aðstæðna eigenda.

Stærð: 31 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 200.000 kr með búri  - VISA raðgreiðslur í boði - SELDUR!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg