Congo African Grey (Pési) – SELDUR!

250.000 kr.

Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html

Pési er 10 ára handmataður ókyngreindur CAG, fluttur inn frá Hollandi. Hann er stór og myndarlegur og ljósari á lit en gerist og gengur með grápáfa, og fallegur í fiðri. Fuglinum fylgir nýtt grátt búr frá Montana Cages og ferðabúr. Pési er afbragðsgóður talfugl og kjaftar á honum hver tuskan. Hann kann ýmis "tricks" líka. Pési hefur verið hjá sama eiganda frá því að hann var 3ja mánaða gamall og er til sölu vegna ósættis við eiginkonu eiganda síns. Hentar best fyrir einhleypan karlmann. Þetta er sennilega kvenfugl!
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 250.000 kr með búri og ferðabúri - VISA RAÐGREIÐSLUR Í BOÐI TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg