Congo African Grey Pair (Bóas og Bella) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Hjonin Bóas og Bella eru um 10 ára gömul og flutt inn frá Bretlandi. Þau kynntust á Íslandi og eru mjög samrýmd og óaðskiljanleg. Bella er handmötuð og gæf en Bóas aðeins taminn. Þau hafa komið upp 3 ungum. Líta bæði vel út og hafa góða matarlyst - éta Harrisons þurrfóður, hnetur og ávexti. Þau elska líka pálmahnetur. Láta lítið fyrir sig fara þegar mannfólk sér til og eru einstaklega hljóðlát. Mjög skemmtilegt par sem gaman er að eiga.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Framboð: verpandi par sem hefur komið upp 3 ungum.
Verð: 390.000 kr fyrir parið - VISA raðgreiðslur í boði til allt að 3ja ára. - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|