Atlanta II – platinum
Atlanta II búrið frá Montana hentar vel fyrir alla smærri fugla frá fínkum upp í haukpáfa. Búrið er sterklegt en stílhreint og fallegt. Það fer vel á hvaða heimili sem er og þolir stanslaust klifur og leiki. Undir því er grind á hjólum og útdraganleg plastskúffa. Búrið fæst í steingráu (platinum). Húðað með Avilon málningu sem er sérstaklega hönnuð fyrir Montana páfagaukabúrin og standana!
Stærð: 135x46x66cm
Hæð að innan: 65cm
Rimlabil: 10mm
Rimlaþykkt: 3mm
Þyngd: 14kg
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 6 vikur
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|