Double Yellow-headed Amazon (Thalía) – SELD!

300.000 kr.

Gulhöfða amasóninn (Amazona ochrocephala oratrix) er mjög vinsæll og fallegur fugl, enda litfagur og bráðgreindur stórfugl. Hann hefur mikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf.Getur látið í sig heyra kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Dafnar vel á þurrfóðrinu frá Harrisons. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/double_yellow-headed_amazon.html

Hún Thalía er fædd 2001 í Þýskalandi og verður því 16 ára á þessu ári. Hún er handmötuð og gæf en hallari undir konur en karla. Hún er ekki svo hrifin af börnum en er vön fullorðnum. Hún talar töluvert og kann að heilsa með fætinum. Henni fylgir töluvert af dóti og tvö búr (gyllt Max 11 búr frá Ferplast (án stands), og grátt Haiti búr frá Montana Cages (sjá myndir)). Hún er til sölu vegna breyttra aðstæðna eiganda. 
Stærð: 37 cm.
Lífaldur: 70-80 ár.
Verð: 300.000 kr ásamt búrum og leikdóti - VISA raðgreiðslur í boði til 3ja ára. - SELD!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg