Timneh African Grey (Sesar) – SELDUR!
Timneh grápáfinn (Psittacus erithacus timneh) nýtur mikilla vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Hann er minni en Kongó grápáfinn en jafnklár. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti.
Sesar er 16 ára gamall TAG, sennilega fæddur á Íslandi. Allt bendir til þess að Sesar sé í reynd kvenkyns. Sesar er skemmtilegur og rólegur fugl. Honum finnst gaman að vínka með fætinum og blaðrar aðallega þegar enginn er að fylgjast með. Hann virðist hrifnari af körlum en konum. Honum fylgir stórt grátt búr á fæti og fuglastandur. Sesar hefur lítið verið sinnt síðustu ár og þarfnast því endurþjálfunar. Til sölu vegna aðstöðuleysis eiganda. Fuglinn er mjög fínn í fiðrinu.
Stærð: 31 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 100.000 kr með búri og standi - SELDUR!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|