Dwarf Gourami – Cobalt Male L
Kóbaltblái dverggúraminn (Trichogaster lalius 'Cobalt') er gullfalleg gúramítegund. Hængurinn er spengilegri og miklu litmeiri en hrygnan. Hann er sífellt að gera sig til við hrygnuna og býr oft til flothreiður til að hrygna í. Hann getur verið nokkuð aðgangsharður við hrygnuna. Hentar best í pari eða nokkur pör saman. Má ekki vera nörturum þ.e. fiskum sem gætu bitið í ugga og sporða. Þetta er almennt róleg tegund. Getur gengið í samfélagsbúri með rólegum fiskum. Verður um 8 cm langur og kemur frá Indlandsskaga. Hængur! Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/dwarf_gourami.html
Tegund: Cobalt Blue Dwarf Gourami L - Male!
Stærð: >4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|