Duckbill Catfish M – Wild
Skóflugraninn (Sorubim lima) er fallegur og dýr kattfiskur frá Rio Maranham vatnasvæðinu í Brasilíu. Hann er eftirsóttur og perla í dellumanna búri. Hann er fyrirferðarlítill og syndir hratt um eftir æti og er mjög sýnilegur. Hann er almennt friðsamur eins og aðrir af ættinni og má ekki vera með grimmum fiskum. Búrfélagarnir verða samt að vera nógu stórir til að hann gleypi þá ekki. Þarf lifandi fiska sem fóður þegar hann stækkar. Þolir illa koparlyf. Verður um 42 cm langur. Þetta er nokkuð harðgerður fiskur en vill samt góða vatnshreyfingu. Villtir!
Tegund: Lima Shovelnose, Duck-beak Catfish, Hockey Stick Catfish M - Wild.
Stærð: 10-12 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|