8.690 kr.

Belly Crawler grenisiklíðan (Crenicichla sp. 'Belly Crawler') er mjög straumlínulöguð siklíðutegund. Hún er frekar lítil miðað við marga ættingja sína, aðeins um 8 cm löng villt (en hængurinn getur orðið um 14 cm í búrum), en sérlega falleg. Hún er mun rólegri en aðrar grenisiklur en getur orðið skapstór við hrygningu. Hún er harðgerð og auðveld og er eftirsótt vegna útlits og æðis. Gengur með miðlungsstórum tetrum en ekki minni fiskum sem hún getur gleypt, enda munnstór. Á það til að róta töluvert í botnlaginu þ.a. gróður þarf að vera vel festur. Búrið þarf að vera vel lokað. Hrygnan þekkist á svörtum blettum í bakugganum (1-3 blettir). Hún gætir hrognanna. Nokkur litarafbrigði eru til. Hægt að hafa marga saman í búri.
Tegund: Belly Crawler Pike Cichlid M - Wild
Stærð: 10-15cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Belly Crawler Pike | MonsterFishKeepers.com

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg