890 kr.

SKU: 59102 Flokkur:

Bláorfinn (Leuciscus idus caeruleus) er náttúruleg vatnakarfategund sem er oft höfð í tjörnum vegna þess að hún lætur allan gróður vera. Hún er einnig ræktuð til manneldis. Hún er grennri og sneggri en hefðbundnir gullfiskar og mjög mikið á ferðinni, nánast ofvirk. Kemur frá Evrasíu og er kaldavatnsfiskur. Verður um 30 cm löng í búrum eða tjörnum en getur orðið enn stærri í náttúrunni. Feimin nema í stærri hópum, sex eða fleiri. Rótar lítið eftir æti í búrbotninum, ólíkt gullfiskum. Best er að gefa Spectrum Goldfish fóðrið fyrst í stað en síðan fljótandi Spectrum Koi-fóður. Étur helst það sem við yfirborðið og lætur fóður vera sem fellur til botns. Gott er að salta í búrin með gullfiskasaltinu frá SeaChem. Er viðkæmur fyrir vatnsgæðum, viðkvæmari en gullfiskurinn. Sýrustig pH <7. Þrífst best í 4.000L tjörnum eða stærri með góðum hreinsibúnaði.
Tegund: Blue Orfe 7/10
Stærð: 7-10 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg