4.290 kr.

SKU: 09643 Flokkur:

Dvergsnákhöfðinn (Channa gachua) er snotur állaga fiskur frá Kína, Taivan, Indlandi, Balí, Srí Lanka, Pakístan, Íran, Banglades, Mýanmar og Kambódíu. Þetta er ránfiskur og getur aðeins verið með fiskum sem eru meira en 2/3 af lengd hans td. stærri botíur og barbar. Þolir vel lága súrefnismettun vatns en verður að komast upp á yfirborðið til að anda. Best að hafa góða felustaði og vel lokað búr. Annars verður fiskurinn kominn út á gólf og langa leið um íbuðina. Sýrustig pH 6-7 og hiti 22-26°C. Best að mata á lifandi fóðri. Þiggur yfirleitt ekki þurrfóður. Verður um 20 cm langur. Hann er afar snar í snúningum og hoppari. Villtir!
Tegund:
Dwarf/Brown/Black Seam Snakehead M - Wild.
Stærð: 8-10 cm
Afgreiðslutími:sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Channa gachua – Fish Tank Limited

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg