4.190 kr.

SKU: 23501 Flokkur:

Páfuglsállinn (Macrognathus aculeatus) er falleg álategund frá SA-Asíu. Þetta er ekki eiginlegur áll heldur ílangur munstraður fiskur. Hann er einfari sem liðast um búrbotninn í ætisleit, einkum á nóttunni. Hann hentar eingöngu með stærri fiskum en þó ekki grimmum. Hann er almennt rólegur en þolir illa aðra fiska af sömu ætt. Stærðar síns vegna getur hann ekki verið með fiskum sem hann getur gleypt. Hann er afar snar í snúningum og eigandinn þarf því að gæta þess að hafa búrið vel lokað. Nærist á möðkum og kjötmeti og þarf sendinn botn til að fela sig í. Verður allt að 38 cm langur og er harðgerður mjög.
Tegund: Peacock Eel/Lesser Spiny Eel S
Stærð: <10 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Peaock eel / Macrognathus aculeatus 5"- 6" – Best4Pets

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg