29.790 kr.

SKU: ANATF1501M Flokkur:

Andesfjalla pokafroskurinn (Gastrotheca riobambae) er einstaklega merkilegur trjáfroskur sem finnst í fjallaskóglendi Ekvadors. Karldýrið færir frjóvguð eggin frá endaþarm kvendýrsins og kemur þeim fyrir í húðpoka á bakinu hennar þar sem þroskast næstu 5-6 vikurnar á halakörtustígið. Þá er þeim komið fyrir í pollum þar sem þeir vaxa og umbreytast í litla froska. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og trjágreinar (plastplöntur) til að klifra í. Búrið þarf að vera vel lokað og loftræst. Verða um 4,8 cm langir, kvendýrið stærra. Karldýrið er grænleitara.

Tegund: Andean Marsupial Tree Frog M
Stærð: 3 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Gastrotheca riobambae | QCAZ 56969, Ecuador, Imbabura, Yacha… | Flickr

Umönnunarleiðbeiningar/fróðleikur.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg