Hyalinobatrachium fleischmanni L
Fleischmann glerfroskurinn (Hyalinobatrachium fleischmanni) er afar sérstakur lítill og glær trjáfroskur frá M-Ameríku. Þegar horft er undir froskinn sjást öll innyfli gegnum húðina. Bestur stalur eða í pörum. Karldýr geta ráðist á önnur karldýr til að verja svæði sitt. Grænleitur með fölgulum doppum. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (50-70% raki) með aðgang að hreinu vatni í grunnri skál. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og greinar til að klifra í. Þess vegna er gott að búrið sé hátt, enda froskurinn oftast uppi í trjánum. Þetta er viðkvæmur froskur og ekki fyrir byrjendur. Nærast á smá skordýrum, engisprettum, möðkum og þessu líkt. Best að fóðra vel á 2-3 daga fresti, en ungviði þarf að fóðra oftar. Kvendýrið er aðeins stærra (3,2 cm) en karldýrið sem verður um 2,5 cm langt. Karldýrið er litmeira en kvendýrið. Hrygna á laufblöðum yfir rennandi vatn. Verja hrognin.
Tegund: Fleischmann's Glass Frog L
Stærð: 2 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|