4.990 kr.

SKU: 09213 Flokkur:

Bangka snákhöfðinn (Channa bankanensis) er fallegur állaga fiskur frá Súmötru (Bangka-eyju) í Indónesíu. Þetta er ránfiskur og getur aðeins verið með fiskum sem eru meira en 2/3 af lengd hans td. stærri botíur og barbar. Þolir vel lága súrefnismettun vatns en verður að komast upp á yfirborðið til að anda. Best að hafa góða felustaði og vel lokað búr. Annars verður fiskurinn kominn út á gólf og langa leið um íbuðina. Sýrustig pH 6-7,5 og hiti 22-28°C. Best að mata á lifandi fóðri. Verður mest um 23 cm langur (en 15 cm í búrum). Hann er snar í snúningum og hentar eingöngu í vel lokuð búr. Villtir!
Tegund:
Chequerboard/Bangka Snakehead M - Wild.
Stærð: 6-8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg