Congo African Grey (Rafael) – SELDUR
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur
fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð
orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir.
Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann
verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og
ávexti.
Rafael er 2 1/2 árs handmataður CAG, fluttur inn frá Hollandi. Þetta er samt að öllum líkindum kvenfugl. Fuglinum fylgir grátt Adelaide búr frá Safari Select (sjá ða ofan) og stór og mikill fuglastandur, ásamt töluvert af dóti. Rafael er hrifnust af karlmönnum og er einungis til sölu vegna þess að eigendur hennar fluttust til útlanda fyrir stuttu. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 250.000 kr með búri og standi. SELDUR!!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|