Congo African Grey (Herkúles) – SELDUR
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur
fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð
orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir.
Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann
verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og
ávexti.
Herkúles er
2 1/2 árs handmataður CAG, fluttur inn frá Hollandi. Fuglinum fylgir grátt Brazil búr frá Montana Cages (sjá að ofan), ásamt töluvert af
dóti og gott ferðabúr. Herkúles líkast til kvenfugl (hefur ekki verið kyngreindur) en mikill talfugl og enn þá meiri persónuleiki. Hann er hrifnastur af karlmönnum og er einungis til sölu vegna
bráðaofnæmis eiganda síns sem hefur þráast við að láta hann frá sér í tvö ár. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 240.000 kr með búri og ferðabúri - SELDUR!!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|