Aves Mealworm Feed – 400g – UPPSELT!
Aves Mealworm Feed er tvímælalaust ein besta sérfóðurblandan á markaðinum fyrir mjölorma (Tenebrio molitor), risamjölorma (Zophobas morio), buffallaorma (Alphitobius diaperinus) og aðrar fóðurlirfur. Það inniheldur hátt hlutfall kalks og annarra nauðsynlegra vítamína, steinefna og snefilefna. Má nota með Aves Insect Dusting Powder. Fóðurblandan er hugsuð til að efla mjölormana áður en þeir eru gefnir froskdýrum, skriðdýrum eða ránskórdýrum sem fóður. Notkunarleiðbeiningar: Sveltið mjölormana í tvo daga þ.a. meltingarvegur þeirra sé tómur. Færið þá í sérílát. Setjið 1-2 cm þykkt botnlag af Aves Mealworm Feed og leyfið ormunum að éta sig sadda í sólarhring. (Matarlystin verður meiri við 20°C umhverfishita.) Gefið ormana síðan sem fóður eða frystið þá til notkunar síðar (td. fyrir skrautfiska).
Magn: 400g
Innihald: Hráprótín 17%, hráfita 9,8%, hrátrefjar 1,3%, hráaska 22%, kalk 13%, fosfór 0,27%; natrín 0,011%; magnesíum 0,24%; kalín 0,098%
Snefilefni/kg: A-vítamín 47200 IU; B1-vítamín 32mg; B2-vítamín 65mg; B6-vítamín 32 mg; B12-vítamín 310µg; C-vítamín 190mg; D3-vítamín 2970 IU, E-vítamín 320 IU, bíótín 970µg; K3-vítamín 29mg; kalsíum D-pantoþenat 120mg, níacínamíð 2.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|