26.390 kr.

SKU: ANATA1703M Flokkur:

Asíski dritfroskurinn (Theloderma asperum) er sérkennilegur trjáfroskur frá Víetnam. Hann finnst í skóglendi. Hann er allajafna brúnflekkóttur á litinn og minnir svolítið á fugladrit. Hann skilur hrognin eftir fyrir ofan vatnspolla í trjábolum þ.a. þegar þau klekjast út detta halakörturnar ofan í vatnið og lifa á skordýrum þar. Best að hafa lifandi plöntur í burinu til að klifra í. Botnlag má vera rakur barkarspænir með kolum (lykteyðandi) og sphagnum mosa yfir. Úða þarf burið reglulega til að viðhalda rakanum. Karldýrið verður allt að 3,5 cm langt en kvendýrin um 4,5 cm löng. Erfiðara að komast yfir kvendýr. Mikilvægt að hafa vatn í búrinu sem dýrin geta leitað í.

Tegund: Asian Poop/Larut Bug-eyed Frog M
Stærð: 3-4 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Larut bug-eyed frog (Theloderma asperum)

Umönnunarleiðbeiningar/fróðleikur.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg