Congo African Grey
Psittacus erithacus erithacus
Lýsing: Kongó grápáfinn er aðallega grár að lit. Hann er hvítur í kringum augun og á lærum og er með rautt stél. Goggurinn er svartur og fætur gráir.
Lengd: 33 cm.
Lífslíkur: 50-65 ár.
Um kynin: Karlfuglar hafa flatari og breiðari haus en kvenfuglar, og eru einnig í heildina stærri. Kvenfuglar hafa lengri og mjórri háls, auk þess sem augun eru meira sporöskjulaga.Augun eru kringlóttari hjá karl- fuglum.
Uppruni: Mið-Afríka.
Um fuglinn: Þekktur sem besta eftirherman meðal páfagauka. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir geti raunverulega skilið mannamál. Grápáfinn getur verið mjög skapstór og sumir verða kuldalegir. Þeir eiga til að plokka sig ef þeim leiðist og einnig tengjast þeir oft aðeins einni manneskju. Sagt er að grápáfar hafi gáfur á við 5 ára barn en tilfinningaþroska á við 2 ára barn.
Hávaðasemi: Frekar hljóðlátur.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Algengur.