Blue-fronted Amazon (Seti)
Blábrýndi amasoninn (Amazona aestiva aestiva) er mjög vinsæll félagi, enda litfagur og bráðgreindur stórfugl. Hann hefur mikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf. Frekar hávær, einkum kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/blue-fronted_amazon.html
Hann Seti er 23 ára gamall handmataður karlfugl sem var fluttur inn frá Bretlandi. Hann er líflegur eins og aðrir af sömu tegund. Hann talar eitthvað. Seti er til sölu vegna aðstæðna. Þetta er ágætur fugl sem þarfnast meiri þjálfunar. Er skemmtilegur að öðru leyti og mesta átvagl þ.a. það þarf að fylgjast með þyngdinni á honum. Étur allt sem að kjafti kemur m.a. grænmeti og ávexti, og gerir allt fyrir mat! Hefur verið ágætlega taminn núna og eru í réttum holdum. Hrifnari af konum en körlum.
Stærð: 37 cm.
Lífaldur: 70-100 ár.
Verð: 180.000 kr ásamt búri
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|