Congo African Grey (Mola) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Mola er 4ra gömul handmötuð og innfluttur CAG, þó ekki formlega kyngreind. Fuglinum fylgir gyllt Gabber búr á hjólum (sjá mynd). Mola er pollróleg og lætur klappa sér. Hún talar e-ð en lætur lítið á sér bera. Hún varð stressuð á síðasta heimili og tók þá upp á að plokka sig töluvert á bringu og hálsi. Væntanlega lagast það í öruggu og rólegu umhverfi þar sem næringarþörfum hennar er bltur mætt. Hún er með 50.000 kr af afslætti vegna þessa.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 190.000 kr með búri - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|