Congo African Grey (Tiffany Taylor) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Tiffany Taylor er 21 árs gamall handmataður kyngreindur CAG, fæddur og uppalinn á Bretlandi. Þetta er mjög skemmtilegur fugl sem tekur karla yfirleitt fram yfir konur. Tiffany er mikill sprelligosi, kann yfir 200 orð og setningar. Hún er til sölu vegna veikinda eiganda sinna sem hafa átt hana frá upphafi. Verður að fara á gott heimili. Henni fylgir stórt búr, fuglastandur, ferðabúr (2) og dót og fóður.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 280.000 kr með öllum fylgihlutum.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|