Microsorum pteropus – in Pot XL
Microsorum pteropus (javaburkninn) er fallegur vatnaburkni frá Asíu sem verður 15-30 cm hár. Stór móðurplanta í ferköntuðum potti. Binda má burknann við rót eða stein með fiskigirni uns hann hefur fest sig. Ef hann er gróðursettur í botnlaginu þarf að gæta þess að mölin hylji ekki jarðstöngulinn annars rotnar hann. Jurtina má auðveldlega fjölga með því að kljúfa jarðstöngulinn langsöm eða klippa af litlu græðlingana sem vaxa út úr eldri blöðum. Svörtu blettirnir undir blöðunum eru gróhirslur, en ekki sjúkdómsmerki um eins og margir halda. Seld í 9 cm potti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/microsorum_pteropus_.html
Tegund: Microsorum pteropus
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Leiðbeiningamyndskeið: Microsorum pteropus 'Windeløv'