3.220 kr.

Fiðrilda sugubótían (Beaufortia leveretti) er falleg og sérkennileg botnsuga frá Kína sem lifir í straumhörðum fjallalækjum. Hún er sérstök því að hún lítur út fyrir að vera suga en er hvorki pleggi né kattfiskur. Hún flokkast til sugubótía. Þetta er friðsamur og vinalegur fiskur sem þarf góð vatnsgæði og ívið kaldara vatn en almennir búrfiskar. Verður um 12 cm löng. Hún er fremur róleg að eðlisfari og hentar því aðeins með rólegum fiskum og botnfiskum. Vill gjarnan góðan vatnsstraum og étur botntöflur sem og orma. Villtir!
Tegund: Spotted Butterfly/Hillstream Loach XL - Wild.
Stærð: 5,5-6 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg