Guatemala Mealy Amazon (Engilbert) – SELDUR!
Gúatemala mealinn (Amazona farinosa guatemalae) er vinsæll fuglafélagi, enda litfagur og bráðgreindur stórfugl. Hann hefur góða mikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og mjög lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf. All hávær, einkum kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/guatemala_mealy_amazon.html
Hann Engilbert er 8 ára gamall og handmataður, innfluttur frá Bretlandi. Hann er mjög lífsglaður og honum fylgir notað grátt turnbúr frá Libu, ásamt ferðabúri og leikdóti. Engilbert talar helling, segir m.a. hið langa nafn sitt. Hann getur verið all hávær þegar hann er í stuði og heillast frekar að körlum en konum. Þetta er mjög fallegur fugl og vel útlítandi. Hentar best í einbýli vegna "lífsgleði sinnar"! Hann er til sölu vegna breyttra aðstæðna.
Stærð: 38 cm.
Lífaldur: 70 ár.
Verð: 230.000 kr ásamt búri, ferðabúri og leikdóti.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|