Congo African Grey Pair (Polli & Pína) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Hjonin Polli og Pína eru 13 ára gömul og flutt inn frá Hollandi. Þau er mjög samrýmd og óaðskiljanleg. Þau eru ekki handmötuð en eru gæf. Líta bæði vel út og hafa góða matarlyst - éta Harrisons þurrfóður, lífrænt ræktað stórfugafóður, pálmahnetur og alls kyns ávexti og grænmeti. Éta úr hendi. Tilvalin til ræktunar. Þau hafa ekki verpt enn þá svo tekið hefur verið eftir en hafa heldur ekki haft aðstöðu til þess. Þeim fylgir stórt búr og varpkassi.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 180.000 kr með búri - VISA raðgreiðslur í boði. - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|