Long-nosed Horned Frog L
Langnefja hornfroskurinn (Megophrys nasuta) er undarlegur og sérkennilegur froskur frá Taílandi og Malasíu. Hún líkist fölnuðu laufblaði með horn ofan við gullbrún augun og langa snoppu. Hún er róleg og auðveld og situr kyrr tímunum saman, nema þegar hún sér æti og stekkur á bráðina. Nærist á skordýrum ss. mjölormum, flugum og möðkum, og getur gleypt nokkuð stóra bráð m.a kakkalakka og snigla, köngulær og smánagdýr. Þurfa að vera í röku búri með mosa og plöntum og aðgengi að hreinu vatni. Þetta eru næturdýr. Karldýrið verður 9-10 cm langt en kvendýrið stærra eða 11-12 cm.
Tegund: Long-nosed/Malaysian Horned Frog M
Stærð: 6-8 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|