Congo African Grey (Ronja) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur
fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð
orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir.
Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann
verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og
ávexti.
Ronja er 5 ára handmataður CAG, flutt inn frá Hollandi. Fuglinum fylgir stórt hvítt ferkantað búr á hjólum ásamt töluverðu af
dóti og heimasmíðuðu ferðabúri. Ronja er góður talfugl og eftirherma og góð við alla sem við hana vilja tala. Hún er
til sölu vegna tímaleysis eigenda. Ronja tók upp á því að reita sig á bringu núna síðasta árið þegar "ástvinurinn," unglingurinn á heimilinu, flutti að heiman. Það hefur samt dregið úr því núna eftir að hún kom í F&F. Hún selst ódýrar fyrir vikið en eingöngu á varanlegt heimili. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 200.000 kr með búri og leikdóti - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|