Quiko Med V 30ml

2.190 kr.

Med V fuglabætiefnið er bráðnauðsynlegt öllum páfagaukum. Það inniheldur kjarrmintu eða oreganó (Origanum vulgare) sem býr yfir náttúrulegri hæfni til að drepa bakteríur, sveppi og kokkagerla og vinnur því betur en mörg fúkkalyf. Bætiefnið fyrirbyggir hættulega bakteríumyndun í drykkjarvatni og einnig í meltingu fugla, og hefur engar þekktar aukaverkanir. Nauðsynlegt öllum páfagaukum og búrfuglum. Notkun: nokkrir dropar í í drykkjarvatnið vikulega. Fyrir fugla með niðurgang eða mikinn vökva í hægðum, er best að gefa daglega uns dregur úr einkennum. Ekki hafa annað drykkjarvatn í búrinu á meðan!
Innihald: Própýlen glýkól 10%, sorbitól 48%, aetheroleum origani 8%, vatn 34%
Magn:  30ml