AF Amino Mix – 10ml
AquaForest Amino Mix er amínósýrubætir sem hindrar kórallableikingu og örvar liti. Nauðsynleg amínósýrublanda fyrir heilbrigðan kórallavöxt. Kraftmikil notkun prótínfleyta veldur oft amínósýruþurrð og gerilsneyðir búrvatnið. Amino Mix bætir upp allar nauðsynlegar amínósýrur. Inniheldur bíótín, glútamín, leusín, lýsín og serín. Gott framboð af þessum amínósýrum eykur framboð zooxanthellae í holsepum og eykur myndun ljóstillífunarefna á borð við blaðgrænu (chlorophyll). Amino Mix bætir ekki bara liti heldur eykur ljóstillífunina. Fyrir vikið ná kórallar meiri orku úr ljósi, haldast heilbrigðari og vaxa örar. Regluleg notkun Amino Mix bætir ónæmi lífvera og eykur til muna vöxtinn.
Skömmtun: 1 dropi á hverja 100L búrvatns annan hvern dag eftir að slökkt hefur verið á ljósum. Ekki þynna út. Ekki blanda saman við önnur efni í sama íláti. Best að geyma í kæli eftir opnun ef umhverfishiti fer yfir 24°C.
Magn: 10ml
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|