AF Energy – 10ml
AquaForest Energy er mjög næringarík fóðurblanda fyrir alls kyns kóralla, einkanlega SPS kóralla. Inniheldur ómettaðar ómega 3 og ómega 6 fitursýrur. Energy inniheldur náttúrulega blöndu úr sérvöldu dýrasvifi. Takmarkar vöxt zooxanthellae í holsepum og eykur sterka pastel liti í SPS kóröllum, Inniheldur smávegis af koparsúlfati sem þarf fyrir réttan vöxt og litun kóralla, Magn koparsúlfats er nánast ómælanlegt og skaðlaust búrlífriki. Energy sýrir búrvatnið aðeins og því gott að bæta sýrustigs dúa (pH buffer) út í samdægurs.
Skömmtun: 1 dropi á hverja 100L búrvatns annan hvern dag eftir að slökkt hefur verið á ljósum. Ekki þynna út. Ekki blanda saman við önnur efni í sama íláti. Best að geyma í kæli eftir opnun ef umhverfishiti fer yfir 24°C.
Magn: 10ml
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|