Agalychnis spurrelli L
Móeygði trjáfroskurinn (Agalychnis spurrelli) er einstaklega laglegur og sjaldséður sviffroskur úr hitabeltisskógum Mið-Ameríku. Hann er skærgræn með hvítum bakdoppum. Augun eru áberandi móbrún. Karldýrið verður 5-6 cm en kvendýrið 6,5-8 cm langt. Ungviðið er brúnna en fær þessa sterku liti með aldrinum. Heldur sér aðallega í hátt uppi í trjágróðri og leggst oft saman til að fela sig þar milli mála. Veiðir sér til matar þegar fer að dimma á kvöldin og nærist á hefðbundnum froskamat þ.e. engisprettum, bjöllum, möðkum, mölflugum. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og trjágreinar (plastplöntur) til að klifra í. Búrið þarf að vera vel lokað og loftræst. Getur svifið töluverða leið á táfitunum ef hann hoppar ofan úr tré.
Stærð: 3-4 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni og háð CITIES leyfi)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|