17.090 kr.

SKU: ANAAM1500M Flokkur:

Doppufætti pílufroskurinn (Ameerega picta) er fallegur og nokkuð algengur eiturörvafroskur. Finnst í Bólivíu, Brasilíu, Perú og Venesúela. Fallegur litur - brúleitur með tvær rjómalitaðar rákir eftir búknum báðum megin og doppóttan kvið og lappir. Kvendýrið einokar karldýr, slást innbyrðis um hann. Kvendýrið hrygnar í litlum polli og karldýrið frjóvgar eggin. Um 5-10 afkvæmi fæðast og karldýrið gætir þeirra. Halakörturnar nærast á pöddulífi í pollunum og hverja aðra ef ekkert æti er til staðar. Froskurinn nærist á skordýrum ss. maurum, krybbum, ávaxtaflugum og möðkum. Þurfa að vera í röku búri með mosa og plöntum og aðgengi að hreinu vatni. Þetta eru næturdýr eins og aðrir froskar. Karldýrið verður 2,3 cm langt en kvendýrið aðeins stærra (2,4 cm). Lifa upp undir 10 ár í búrum.

Tegund: Spot-legged Poison Frog M
Stærð: 1,5 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni og háð CITIES leyfi)

CalPhotos: Ameerega picta | Frog and toad, Amazing frog, Dart frog

Umönnunarleiðbeiningar.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg