Aves Avesmix 25 120g – UPPSELT!

5.690 kr.

Aves Avesmix 25 er úrvals styrktarefni fyrir stressaða fugla. Betrumbætt formúla sem kemur í stað Aves Stressmix. Streita fer illa í fugla og getur valdið lystarleysi, fiðurlos og lækkað sjúkdómsviðnám. Avesmix 25 er úrvals vítamín- og steinefnablanda í duftformi sem blandast út í drykkjarvatn. Notast sérstaklega fyrir búrfugla og fræfugla, við flutning, eftir sýningar, við læknismeðferð (eftir bólusetningu, ormahreinsun eða fúkkalyfjagjöf), við fæðubreytingar, fjaðurplokk og einelti. Fræ eru snauð af amínósýrum og vítamínum á borð við lýsín, arginín, kólín, ríbóflavín, kalsíum, fosfór og joð. D3 og B12 vítamín finnast ekki í fræjum. Magn A vítamíns, beta-karótíns og B vítamína er æðibreytilegt. Avesmix 25 leiðréttir steinefna-ójafnvægið í fræfuglum sem drekka nægilega mikið vatn. Gefið í minnst tvær vikur í senn. Mæliskeið fylgir.
Skammtastærð: fjöldi mæliskeiða á hverja 100ml vatns: fínkur = 1; kanarífuglar = 1,5; gárar, ástargaukar, dísur og stærri páfagaukar = 4,5. Skiptið út drykkjarvatni daglega. Fjarlægið baðvatn strax eftir notkun.
Þyngd: 120g

I
nnihald: Hráprótín 2,1%, hráfita 0,18%; hráaska 2%, raki 8,9%, kalk 0,03%, fosfór 0,000012%; natrín 0,0072%; magnesíum 0,00017%; kalín 0,0038%
Snefilefni/kg: A-vítamín 5 000.000 IU; B1-vítamín 240 mg; B2-vítamín 990mg; B6-vítamín 220 mg; fólínsýra 100mg; B12-vítamín 5000µg; C-vítamín 2.500 mg; D3-vítamín 1.000.000 IU, E-vítamín 5.000 IU, bíótín 5.000µg; K3-vítamín 450 mg; kólín 510 mg