AviFood PalmGloss® 100ml

6.290 kr.

AviFood PalmGloss® frá Harrisons er kröftugur fóðurbætir úr lífræntræktaðri rauðpálmaolíu og ýmsu fleiru. Hentar afskaplega vel öllum skrautfuglum, einkanlega til styrktar og heilsueflingar. Það má nota sem viðbót við allar gerðir af Harrison's þurrfóðri nema Power Treats. Mæliskeið fylgir. Tilvalið að bæta út á ýmsar gerðir fóðurs.

AviFood PalmGloss® er fyrir allar stærðir páfagauka. Það á helst að nota við eftirfarandi aðstæður:

  • gagnast fuglum með þurra og flagnandi húð, skallabletti á fótum - einkum eldri fugla.
  • eykur glans og liti í fjöðrum.
  • inniheldur ýmis karótín efni (td. beta-karótín sem er forefni A-vítamíns).
  • inniheldur ómega 3 og 6 fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki.
  • inniheldur andoxunarefni á formi E-vítamíns.
  • gerir bakteríur, vírusa og sveppi óvirka og eflir náttúrulegar varnir líkamans.
  • inniheldur meðallangar fitusýrur sem gefa máttlausum fuglum skjótfengna orku.

AviFood PalmGloss® er með lágt bræðslumark og því eins og síróp við stofuhita. Auðvelt er að blanda því við annað fóður. Storknar í kæli en bráðnar aftur utan kælis. Ef það hefur storknað þarf aðeins að hita það upp í heitu vatni. Má smyrja á ávexti, grænmeti eða fuglabrauð. Endist í ár eftir opnun. Stundum geta hvítir blettir myndast í því en það er eingöngu til marks um að olíkar hágæða olíur eru í blöndunni með ólíkt bræðslumark. Blettirnir hverfa þegar blandan hitnar upp fyrir 35°C en geta myndast undir 20°C. Ekki galli!

Samsetning: lífrænni hágæðajómfrúarrauðpálmaolíu (frá Kólombíu), lífrænni hágæðajómfrúarkókosolíu (frá Srí Lanka), hveitikímsolíu (frá Þýskalandi), blaðmintuolíu (frá Kína).
Þyngd: 100ml