Banjo Catfish S – Wild
Banjó graninn (Bunocephalus coracoideus) er afar sérstæður og harðgerður kattfiskur frá Rio Nauta vatnasvæðinu í Brasilíu. Hann er fyrirferðarlítill og virðist stundum eins og dauður rekaviður. En hann er ómissandi í búrum þar eð hann rótar mjög vel í botnlaginu og losar um hættuleg gastegundir sem kunna að safnast þar fyrir. Hann er friðsamur og má ekki vera með grimmum fiskum. Þolir illa koparlyf. Verður um 15 cm langur. Villtir!
Tegund: Banjo Catfish/Guitarrita S - Wild.
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|