Blue Claw Crayfish M
Bláhumarinn (Cherax quadricarinatus) er flott krabbadýr í sérfiskabúri. Karldýrið verður grænblátt með sérkennandi rauðann blett utan á bitklónum. Hann getur orðið allt að 600g þungur. Kvendýrið (sjá mynd að neðan) er minna og litdaufara. Étur allt sem að kjafti kemur - grænfóður, dauðar lífverur ofl. Stækkar hratt og oft veiddur til matar af mönnum. Finnst víða í Ástralíu. Getur ekki verið með minni fiskum. Þá sem hann étur ekki reynir hann að klípa í. Getur orðið allt að 30 cm langur í búrum. Hann þarf hreint og súrefnisríkt vatn sem er bæði hart og alkalískt. Harðgerður.
Ljósmynd: Michal Sloviak
Tegund: Blue Claw/Australian Red Claw Crayfish - Cobalt Blue Lobster M Stærð: 6-8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|